hvað er Metabolic_-2

Metabolic er æfingakerfi kennt í formi hópþrektíma, fyrir alla þá sem vilja minnka fitu og auka vöðvamassa, styrk, kraft, hraða og þol. Í tímunum taka allir 100% á því, hvort sem þeir koma inn í góðu formi eða sem byrjendur, þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.

Í kerfinu eru engar tilviljanir, hvorki í æfingavali né uppröðun, allir tímar eru hannaðir út frá því að meðlimir nái hámarks árangri, með sem minnstri meiðslahættu og sem mestu skemmtanagildi. Þannig fer kerfið í fjögurra vikna ákefðarbylgjur, við sjáum til þess að þú keyrir þig alveg út en náir virkri hvíld inn á milli því líkaminn þarf á því að halda.

Í dag eru til fjögur mismunandi erfiðleikastig.....

Lesa meira

Metabolic Strength Training / MST

Krefjandi og skemmtilegar æfingar
Skemmtileg tilbreyting með Metabolic ef fólki langar að breyta til og ögra sér

Í þessum tímum þá er verið að lyfta. Markmiðið með þeim er að bæta styrk og vöðvamassa. Til þess að ná þessu fram er notast við aðferðir eins og Cluster, Density, Rest-pause og hefðubundar æfingauppsetningar.

Iðkendur fá aðgang að lokuðum FB-hóp þar sem æfingarnar eru settar inn. Það er alltaf þjálfari til staðar þannig að alltaf er verið að fylgjast með því hvort iðkendur framkvæmi æfingarnar og æfingakerfið rétt.

Metabolic Strength Training

Metabolic-aðstaðan

TÍMATAFLA FYRIR VETURINN 2018-2019

Boðið er upp á fimm mismunandi uppsetningar í öllum tímum. Ef tíminn er fjölmennur þá verður þjálfari að meta hverju sinn hvort að hægt sé að vera með allar uppsetningarnar. Við biðjum iðkendur um að virða ákvörðun þjálfarans þar sem hann er að hugsa um öryggi iðkenda.