hvað er Metabolic_-2

Metabolic er æfingakerfi kennt í formi hópþrektíma, fyrir alla þá sem vilja minnka fitu og auka vöðvamassa, styrk, kraft, hraða og þol. Í tímunum taka allir 100% á því, hvort sem þeir koma inn í góðu formi eða sem byrjendur, þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.

Í kerfinu eru engar tilviljanir, hvorki í æfingavali né uppröðun, allir tímar eru hannaðir út frá því að meðlimir nái hámarks árangri, með sem minnstri meiðslahættu og sem mestu skemmtanagildi. Þannig fer kerfið í fjögurra vikna ákefðarbylgjur, við sjáum til þess að þú keyrir þig alveg út en náir virkri hvíld inn á milli því líkaminn þarf á því að halda.

Í dag eru til fjögur mismunandi erfiðleikastig (MB1, MB2, MB3 og MB4) yfir 100 mismunandi Metabolictímar þannig að þú getur verið nokkuð viss um að þú fáir ekki leið á þessu.

MB-1

Okkar hefðbundnu Metabolictímar sem allir eru að tala um. Þú getur byrjað í þessum tímum eftir langa kyrrsetu og verið viss um að hér verði tekið vel á móti þér. Áherslan er á að hjálpa þér við að komast í gott alhliða form. Hver og einn ræður sinni ákefð. Ekki halda því að þetta séu of léttir tímar. Þú stýrir því alfarið. Áherslan í matarráðgjöf er á lífsstílsbreytingu.

MB-2

Hér erum við farin að rífa meira í lóðin í tímum og láta til okkar taka. Þú getur byrjað strax hér ef þú ert í góðu þjálfunarformi og með enga stoðkerfisverki. Áherslan hér er meira á vöðvastækkun og vöðvaþol. Þessir tímar hafa verið kenndir við miklar vinsældir undir nafninu advanced. Ef þú ganga svoldið lengra í mataræðinu líka eigum við góð ráð fyrir þig þar.

MB-3

Nú erum við farin að vera ansi hrikaleg. Aðeins sannir víkingar (smá grín) geta sótt þessa tíma og þurfa þeir að vera nett brjálaðir til þess. Við erum að tala um enn meiri ákefð og enn tæknilegri æfingar. Við erum samt alltaf jafn einbeitt á öryggið í þjálfun. Ef þú ganga svoldið lengra í mataræðinu líka eigum við góð ráð fyrir þig þar.

MB-4

Ef þú vilt bæta þol þá eru þetta tímar fyrir þig! Þolþjálfun eða HIIT sem er byggð á vísindalegum grunn.Í þessum tímum er mikið notast við Assault AirBike sem er ótrúlegt tæki.  Ef þú hefur ekki prófað það þá áttu mikið eftir 😉

Þar sem tímaleysi er eina af algengustu afsökunum af hverju fólk fer ekki í ræktina þá er tímarnir eru 40-45 mín þannig að við gerum okkar besta að koma í veg fyrir þá afökun