30 daga ánægjutrygging

 
Val á heilsurækt er stór ákvörðun. Flestir skuldbinda sig í ár í senn til að tryggja sér hagkvæmustu kjörin en þá er mikilvægt að sjá fyrir sér að geta nýtt kortið sitt vel en það kann að vera erfitt ef maður þekkir ekki stöðina.
 
Við viljum auðvelda Metabolicurum ákvörðunina um valið með því að bjóða uppá 30 daga ánægjutryggingu. Það þýðir að þú hefur 30 daga til að segja upp kortinu þínu eftir að þú kaupir það, líki þér ekki þjálfunin. Þá falla allir samningar niður og allir skilja í vinsemd. 
 
Fyrir okkur er mjög mikilvægt að allir okkar iðkendur séu ánægðir.
 
 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013