Gildin okkar hafa mikla þýðingu fyrir okkur. Þau leiða okkur áfram í okkar þróun og þegar við þurfum að taka nýjar ákvarðanir spyrjum við okkur alltaf að því hvort gildin styðji við ákvörðunina. Ef ekki, þá nær ákvörðunin ekki i gegn.

 

Gildin okkar

 
 
  1. Við höfum mikla ástríðu fyrir að aðstoða fólkið okkar við að ná markmiðum sínum.
  2. Við þjálfararnir eigum bara góða daga og frábæra daga – gefum okkur 100% að fólkinu okkar á æfingum.
  3. Við hvetjum fólk í hvaða formi sem er og á öllum aldri til þess að koma og verða besta útgáfan af sjálfum sér.
  4. Við veitum okkar fólki góðan stuðning og ráðgjöf til að ná heilsufarslegum markmiðum sínum.
  5. Við erum sífellt að bæta æfingakerfi okkar til að tryggja okkar fólki bestu mögulegu þjálfun á hverjum degi.
  6. Við leggjum mikið upp úr fjölbreytni í æfingum til að viðhalda áhugahvöt iðkenda í hámarki og bæta þeirra almenna hreysti s.s. vöðvauppbyggingu, fitubrennslu og úthald. 
  7. Við leggjum ríka áherslu á að allar æfingar séu öruggar og að fundið sé rétt erfiðleikastig fyrir hvern og einn. 
  8. Þjálfarar eru vel menntaðir og leggja áherslu á að fræða fólkið okkar um hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. 
  9. Í Metabolic er þéttur hópur iðkenda og þjálfara sem styður vel hvort við annað. 
  10. Við leggjum mikinn metnað í að fólkið okkar fái góða upplifun af Metabolic og setjum það alltaf í fyrsta sætið.
 
 
 
 
 
 
 

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013