Grunnnámskeið í Metabolic í Reykjanesbæ

 

Hefst 8. janúar 2018 og kennt 3x í viku í 4 vikur

 

Mánudagar kl 19:00, þriðjudagar og fimmtudagar kl 19:10 [Skrá mig]

 

Verð á grunnnámskeiði aðeins 16.990 kr.

 

 

Taktu fyrsta skrefið í átt að frábæru formi og góðri líðan NÚNA [Skrá mig]

 

Í Metabolic bjóðum við uppá það besta úr einkaþjálfunarheiminum og úr hópatímum. Við veitum mikið aðhald og persónulega þjónustu en nýtum dýnamíkina sem myndast í hópatímum.

 
Þeir Metabolicar sem mæta a.m.k. 3x í viku í Metabolic í viku og huga vel að mataræðinu ná gríðarlega miklum árangri á skömmum tíma. Vöðvamassinn eykst, armbeygjunum fjölgar, sentimetrarnir fjúka, þolið eykst og stoðkerfisverkir minnka. Allir sem starfa hjá Metabolic hafa það að leiðarljósi að hjálpa iðkendum að ná árangri og fá góða upplifun af heilsurækt.
- Já iðkendur segja nefnilega að þeim finnist Metabolic virkilega skemmtilegt og þeir hlakki til að mæta í tímana.
 
Grunnnámskeið Metabolic brúar þig yfir í opna tíma í Metabolic. Áhersla er lögð á að kenna góða tækni í grunnæfingum í Metabolic, s.s. hnébeygju, stiffur, swing, mjaðmarréttu, róður, planka og armbeygjur.
 
Farið er rólega af stað í byrjun og álagið svo aukið eftir því sem líður á. Áður en þú veist af verður þú komin/-n með gott öryggi í að sækja opnu tímana.
 
Að grunnnámskeiðinu loknu getur þú skráð þig áfram í Metabolic. Boðið verður uppá að lágmarki 25 opna tíma í vetur í hverri viku í Metabolic 1, 2 og 3. 
 
Smelltu til að skrá þig á grunnnámskeið í Metabolic
 
 
 Metabolicþjálfunin er sérstaklega ætluð öllum þeim sem vilja komast í frábært alhliða form. Mikil fitubrennsla er í tímunum og styrktaraukning. Tímarnir eru virkilega skemmtilegir og mikil stemning myndast. Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt. Þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.
 
Við leggjum mikið uppúr öruggri og markvissri þjálfun en viljum líka hafa gaman ;)  
 
 

Umsagnir iðkenda um Metabolic

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013