Hvað er að stoppa þig

 
8 eða 12 vikna einstaklingsþjálfun 

 

Í þessari þjálfun er farið verður yfir hvernig þú breytir hugarfari. Við höfum öll byggt upp ákveðnar hindranir sem við vitum ekki um. Ég mun hjálpa þér að finna þær hindranir og brjóta þær niður þannig að þú náir þeim árangir sem þú sækist eftir.


 

Hvernig fer Þjálfun fram:


6 fyrirlestrar sem þú færð senda til þín (email eða facebook skilaboð).
 
15 mín viðtal í hverri viku x 8-12 – í gegnum netið. Nota forrit sem heitir Zoom til þess. 
 
Vikuleg verkefni sem iðkendur þurfa að gera. 
 
Aðgangur að þjálfara á meðan þjálfuninni stendur
 
Iðkendur fá í hendurnar verkfæri eins og "limiting reflection statement" og "tripod"
 
Kynnt verður fyrir iðkendur skipulag sem þeir geta notað til þess að hámarka vinnugetu
 
Lokaður FB síða eða "accountability page" þar sem iðkendur þurfa að tilkynna hvað þeir hafa gert yfir daginn.
 
 

Skráning og nánari upplýsingar um þjálfunina á helgi at metabolic.is 
 
 
 
 
 

Umsagnir frá iðkendum 


Ég hafði ekki mikla hugmynd um út í hvað ég var að fara þegar ég skráði mig á námskeiðið hjá Helga, en eitthvað sagði mér að þetta væri þess virði.

 

Það besta við uppsetninguna á námskeiðinu er hve auðvelt þetta er. Ég hef prufað alls konar, hugleiðslu, jóga og ýmis konar andlega speki, það sem námskeiðið hefur fært mér er endurheimt á ákveðnum fókus, dýpri snerting við eitthvað djúpt í mér, þetta djúpa er gott sko!

 

Mesti eye openerinn fyrir mér var þegar við ræddum að gamla hugarfarið mitt hefur fleitt mér svona langt, nú þarf eitthvað nýtt að opnast til að ég haldi áfram að þróast. Ég hef nefnilega gripið sjálfan mig við það að langa svo að finna aftur gamlan kraft, andlegan kraft sem ég hafði einu sinni. Að finna hann aftur er líklega ekki hægt, nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt.

 

Ég hlakka gríðarlega mikið til að opna hugann, huginn eins og annað, myndar sér mynstur eða “för” og vill alltaf fara aftur ofan í þau, nú er tími fyrir nýjar víddir. Mæli hiklaust með þessu fyrir þá sem vilja nýtt og betra hugarfar.


 

Guðmundur Sigurðsson

 

 

 

 

Ég skráði mig á námskeiðið „Betra hugafar“ hjá Helga vegna þess að ég var að leita mér að „verkfæri“ gegn streitu í daglega lífinu. Ég hafði prufað hugleiðslu og líkaði mjög vel en fannst mér vanta eitthvað aðeins meira/dýpra. Það er óhætt að segja að ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum, þetta mætti öllum mínum kröfum og gott betur.
 
Á námskeiðinu lærði ég mikið um sjálfa mig, margt meira að segja sem ég vissi ekki áður!!
 
Þetta var erfitt á köflum en samt gott og ég finn að þetta hefur gert mér mjög gott. Það er ótrúlega frelsandi að læra að þekkja þær tilfinningar sem hefta huga manns og að læra að koma í veg fyrir þá hegðun/viðbrögð sem þær leiða af sér. Þetta hefur einnig hjálpað mér mikið í samskiptum við fólk og finn að það hefur mikil og góð áhrif á vinnuna mína.
 
 
Ég mæli 100% með þessu námskeiði því við höfum öll gott af því að líta aðeins meira inná við, það gerir okkur sjálf jákvæðari og hefur góð áhrif á alla í kringum okkur
 
 
 
Anna Pála Magnúsdóttir
 
 
 
 
 
 
Ég sé ekki eftir því að gefa námskeiðinu Betra hugarfari tækifæri. Ég hef verið föst í sömu hjólförunum lengi. Ég hef aldrei áður skoðað sjálfa mig svona djúpt og áttað mig á því að hugurinn, tilfinningar og líðan er svakalega stór þáttur í mínu hefta hugarástandi.
 
Námskeiðið þ.e. Helgi Jónas sjálfur hefur hjálpað mér að greina hvað það er sem hindrar mig í að komast uppúr hjólförunum í mínu lífi.
 
Ég held ótrauð inn í haustið í að efla frjálst hugarástand. Ég mæli hiklaust með námskeiðinu Betra hugarfar fyrir þá sem vilja nýja sýn á sjálfan sig og lífið.
 
 
Ragnhildur Ingólfsdóttir
 
 
 
 
 
 
 
Eftir að hafa farið í gegnum Betra hugarfar námskeið hjá Helga hef ég mun meiri stjórn á tilfinningum og hugsunum mínum.
 
Þú lærir aðferðir sem hjálpa þér dagsdaglega. Þetta hefur bætt mig sem þjálfara til að takast á við aðstæður sem kannski pirruðu mig eða gerðu mig reiðan núna hefur maður betri stjórn

Ég mæli eindregið með námskeiðinu. Þetta námskeið er fyrir alla. Hvort sem það er fólk að reyna að ná árangri í ræktinni eða sinni íþrótt. Einnig fyrir alla þjálfara það eru fáir að vinna í huganum en í sjálfum sér ættu allir að vera að gera það.

 
 
Baldur Þór Ragnarsson

 

 
 
 
Námskeiðið hefur hjálpað mér að hugsa öðruvísi, tækla hin ýmsu viðfangsefni á annan hátt en ég gerði áður með því að láta ákveðnar hugsanir og tilfinningar hafa áhrif á mig.
 
Ég mæli eindregið með námskeiðinu Betra hugarfar. Það hjálpar til að ná framförum og árangri í daglegu lífi sem og í öllum þeim verkefnu sem þú tekur þér fyrir hendur.


 

Anton Már Ólafsson

 

 

 

  

  


Námskeiðið Betra hugarfar hefur hjálpað mér að þekkja tilfinningarnar mínar betur og ég er miklu meðvitaðari um þær en áður. Ég hef lært að hafa betri stjórn á tilfinningunum og ég veit hvenær ég þarf að grípa inní áður en ég leyfi þeim að hafa þessi neikvæðu áhrif á mig. 
Ég mæli hiklaust með námskeiðinu vegna þess að ég finn að ég er betri og bættari manneskja með miklu betra hugarfar en áður.
Ég viðurkenni að þetta var alls ekki auðvelt og stundum langaði mig bara að hætta, þetta var mjög krefjandi EN vel þess virði. 

Takk fyrir mig.

 

 
Kristín Einarsdóttir
 
 
 
 
 
 
Betra hugarfar er frábært námskeið. Það hefur hjálpað mér til að sjá hlutina í nýju ljósi og uppgötva hugsanir og tilfinningar sem hefta mann í daglegu lífi.
 
Ef þú villt breyta því hvernig þú tekst á sjálfan þig og þitt hugarfar þá er þetta klárlega málið.

 
Jóhann Þór Ólafsson
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013