OPEN GYM

 

 

Krefjandi og skemmtilegar æfingar

 

Skemmtileg tilbreyting með Metabolic ef fólki langar að breyta til og ögra sér

 
 
Í þessum tímum þá er verið að lyfta. Markmiðið með þeim er að bæta styrk, vöðvamassa og auka fitubrennslu. Til þess að ná þessu fram er notast við aðferðir eins og Cluster, Density og Rest-pause.

Iðkendur fá æfingakerfi frá Helga Jónasi sem þeir fylgja eftir og fá þeir nýtt æfingakerfi á tveggja vikna fresti. Þeir fá einnig aðgang að Metabolicsalnum samkvæmt tímatöflu og einnig aðgang að lokuðum FB-hóp. Það er alltaf þjálfari til staðar þannig að alltaf er verið að fylgjast með því hvort  iðkendur framkvæmi æfingarnar og æfingakerfið rétt.


Verð: 5.990 fyrir Metaboliciðkendur
Klippikort Verð: 16.990 fyrir Metaboliciðkendur (15 tímar)
 
Verð: 9.990 
 
 
  Skráning á helgi at metabolic.is

 

Umsagnir um Open Gym

 
 

Open gym í Reykjanesbæ hefur opnað fyrir mér nýja veröld.

 

Veröld þar sem likamsrækt og heilsa felst ekki í hrútleiðinlegum klukkutímum á hlaupabretti undir álögum hitaeininga, fituprósentu og kílófjölda. Heldur veröld þar sem hreyfing er stunduð af því hreyfing er best, sjúklega skemmtileg, fjölbreytt og góð. Ég hef aldrei verið mikið fyrir lyftingar og alltaf verið einn og þá gefist fljótlega upp og ekki náð neinum árangri en open gym tímarnir eru þrusu góðir lyftingar tímar með eðal þjálfara sem fylgist með að allt fari rétt fram og ég tala nú ekki um hvatninguna sem maður fær frá Helga. árangurinn hreint út sagt ótrúlegur ég finn breytingar á líkamanum og hef aldrei verið í eins góðu formi og nú.

 

Frá því að geta einungis gert nokkrar armbeygjur,nokkrar magaæfingar og einhvað af Burpees. Þá get ég núna bunka af þessu öllu, ég get hlaupið og hoppað, og gert 100 upphífingar, ég get ALLT (svona næstum því , og það sem betra er; ég hef gaman af því).

 

Ég uppgötvaði styrk minn og keppnisskap og leiðina til að nýta veikleikana og sigra þá. Ég fann líka liðsheild og stórkostlegan félagsskap. Ég fann nýtt líf og nýjan lífstíl og ég fann að þetta var það sem ég þurfti TAKK Helgi og ALLIR þjálfarar í stöðinni hjá þér OPEN GYM rokkar .

 

Takk fyrir mig Metabolic Reykjanesbæ

 

Danni Þorgeirsson
 
 

Open Gym er hnitmiðað lyftingakerfi sem tekur stuttan tíma 

 

Ég ákvað að prufa Open Gym þar sem ég er mjög hrifinn af Metabolic kerfinu þótt ég hafi ekki haft sérstaklega gaman af að lyfta lóðum. Open Gym er hnitmiðað lyftingakerfi sem tekur stuttan tíma og ekki er unnið lengi í sömu æfingunni. Þetta er mjög skemmtilegt en krefjandi enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Ég mæli 100% með Open Gym fyrir alla sem hafa áhuga á að styrkja sig.

 

Rafn Alexander Júlíusson

 
 
 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013