Sagan 

Metabolic æfingakerfið hafði verið í undirbúningi og þróun í höfði Helga Jónasar í þó nokkurn tíma áður en það leit dagsins ljós vorið 2011. Það hafði lengi verið draumur Helga að geta boðið þjálfurum og almenningi uppá hágæða æfingakerfi sem væri markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. 

 
Upphaflega var kerfið einungis í boði í Grindavík og síðar einnig í Reykjanesbæ. Fljótlega fór boltinn að rúlla. Þjálfarar hvaðanæfa af landinu fóru að hafa samband og sýna æfingakerfinu áhuga. Við byrjuðum á Álftanesi og í Vestmannaeyjum um veturinn og haustið 2012 urðu Metabolicstaðirnir 11 talsins. Framtíðarmarkmið okkar er að þjóna enn fleiri stöðum á Íslandi en við erum líka farin að horfa hýru auga til þess að bjóða uppá æfingakerfið erlendis.
 
 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013