Metabolic í Reykjanesbæ eru höfuðstöðvar Metabolic á Íslandi. Þar starfa eigendur og ráða einungis til sín framúrskarandi þjálfara.

  

Helgi Jónas Guðfinnsson, eigandi og þjálfari

Helgi er eigandi Metabolic á Íslandi og er yfirþjálfari Metabolic. Hann hefur yfirumsjón með gæðum og þróun á Metabolic æfingakerfinu og skrifar öll æfingakerfin sem þjálfarar um allt land vinna eftir. 
Undanfarin ár hefur Helgi eytt miklum tíma í að mennta sig á sviði þjálfunar en mottó hans í lífinu er "Never stop learning“ og honum þykir mikilvægt að fólk haldi áfram að lesa og bæta við sig menntun. Vilji fólk verða á toppnum á sínu sviði þá þarf að endurmennta sig, annars dregst það bara aftur úr.
Helgi hefur kennt þjálfun við ÍAK einkaþjálfaranám Keilis frá árinu 2007.
 
 

Guðrún Hildur Jóhannsdóttir (Dunna), þjálfari

Dunna er ÍAK einkaþjálfari að mennt og hefur kennt erobikk og ýmsa aðra hópatíma frá árinu 2001, eða frá því hún lauk erobikk kennaranámskeiði frá World Class. Dunna stundaði Metabolic af miklum dugnaði frá upphafi þess í Reykjanesbæ, haustið 2011 og hóf að kenna Metabolic áramótin 2011/2012. Það er aldrei leiðinlegt í kringum Dunnu og hún sér til þess að stemningin sé í hámarki í hverjum tíma!
 

Bjarney Sólveig Annelsdóttir (Baddý), þjálfari

Baddý er ÍAK einkaþjálfari að mennt og einnig langt komin með meistaranám í íþrótta- og heilsufræði. Þá er hún einnig viðskiptafræðingur og lögreglukona og hefur kennt við Lögregluskólann síðastliðin ár.
Baddý er algjör nagli en einnig ljúf sem lamb og hefur mikla ástríðu fyrir að hjálpa fólki við að líða vel og gera alltaf aðeins betur í dag en í gær.
 

Helga Margrét Sigurbjörnsdóttir, þjálfari

Helga er ÍAK einkaþjálfari og rekur samhliða þjálfuninni hársnyrtistofuna Art-húsið á Hafnagötu. Helga hefur stundað Metabolic af miklu kappi og veit hvað þarf til þess að tími sé skemmtilegur og fólk taki vel á því.
 

Guðjón Árni Antoníusson, þjálfari

Guðjón Árni er íþróttafræðingur B.Sc. að mennt. Hann er einna þekktastur fyrir knattspyrnuiðkun en kappinn leiðir nú meistaraflokk FH í knattpsyrnu.
 
 
 
 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013