Þinn árangur er okkar ástríða

 

 

 

Fyrst viljum við byrja á að þakka þér fyrir að velja Metabolic sem þína leið í átt að betra lífi. Staðreyndin er sú að einungis um 20% landsmanna eiga kort í líkamsrækt skv. Hagstofu. Ætla má m.a.s. að stór hluti af þessum 20% séu óvirkir meðlimir, svokallaðir styrktaraðilar. Þessar tölur segja okkur að gífurlega stór hópur fólks er ekki að finna sig inná líkamsræktarstöðvum, þar sem áherslan er fyrst og fremst á að selja eins mörg meðlimakort og mögulegt er í stað þess að einblína á árangur iðkenda. Þar sem gæði í þjálfun eru mjög misjöfn og allt of oft mjög léleg. Þar sem enginn fylgist með hvort iðkendur mæti yfir höfuð.

 

Á meðan líkamsræktarstöðvum hefur fjölgað mikið á síðusti árum hefur orðið frekari aukning á tíðni offitu- og stoðkerfisvandamála sem rekja má að miklu til hreyfingaleysis. Okkur var hætt að lítast á blikuna. Það hlaut að vera hægt að bjóða uppá annars konar möguleika í hreyfingu. Eitthvað sem fólki fyndist skemmtilegt að gera, væri árangursríkt, markvisst og öruggt. Við einsettum okkur að setja á fót litla þjálfunarstöð þar sem áherslan væri á árangur einstaklingsins, persónulega þjónustu, fagmennsku og vellíðan - og það gerðum við. 

Í september 2012 opuðum við Metabolic í Reykjanesbæ að Smiðjuvöllum 5 þar sem áður var Húsasmiðjan. Draumahúsnæði þar sem hátt er til lofts, gluggarnir stórir og andinn frábær. 

 

Metabolic er einstök heilsurækt, við erum ekki líkamsræktarstöð - við erum þjálfunarstöð. Hjá okkur æfir fólk alltaf undir leiðsögn framúrskarandi þjálfara og í hópi fólks sem hvetur hvort annað áfram og veitir stuðning.  Við trúum því að við séum með bestu þjálfunarstöðina á öllu landinu. Við seljum hágæða og faglega þjálfun, viðmót og þjónustu sem þú munt ekki finna annars staðar. Æfingakerfin okkar eru unnin af þeim bestu í bransanum og þeir vita hvað virkar best til að þú náir árangri á sem skemmstum tíma án þess þó að það sé gengið of nærri þér og þú þurfir að hætta æfingum vegna meiðsla eða ofálags. Einungis eru ráðnir framúrskarandi þjálfarar sem eru faglærðir en einnig skemmtilegir og jákvæðir.

 

Við viljum vita hvað þú heitir og hver þín markmið eru og við viljum virkilega hjálpa þér að ná þessum markmiðum. Við viljum að þú hlakkir til að koma til okkar í Metabolic og upplifir hreyfingu ekki sem kvöð heldur skemmtun. Við viljum að þú upplifir þig sem hluta af samfélaginu okkar. Þannig áttu ekki að þurfa að stóla á einn vin eða vinkonu til að fara með þér á æfingu heldur eiga æfingafélagarnir þínir og þjálfararnir í Metabolic að verða félagsskapurinn sem þú vilt æfa með. 

 

Við vonum að upplifun þín af Metabolic verði mjög góð. Ef þú af einhverjum ástæðum finnur þig engan vegin í Metabolic minnum við þig á ánægjutrygginguna okkar en þú hefur 30 daga til að hætta í Metabolic eftir að þú byrjar og falla þá allir samningar niður. Þannig tökum við áhættuna en ekki þú.

 

Helgi Jónas Guðfinnsson 

 

 

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013